Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skítseiði

Þegar ég var lítill - meina minni - yngri var ég óþreytandi við að spyrja allt og alla um allt og ekki neitt. Svörin/upplýsingarnar lagði ég á minnið ef ske kynni að ég gæti notað þau síðar meir. Það kom fyrir að svo reyndist vera - alla vega stöku sinnum - eða þar til ég fór að starfa við pólitík (flokka og verkalýðs).

Næstu 15 árin komst ég að því að í svoleiðis jobbi er það löstur að muna hitt og þetta. Til dæmis er það í dag/nú á tímum ekkert atriði að vita að verkamaður og sjómaður er sitt hvort starfið.

Allra verst er þó ef maður skyldi muna hvað þessi eða hinn sagði á þessum eða hinum tímanum. Hverju var lofað hverjum. Hvort þessi eða hinn sagði yfir höfuð eitthvað. Því betra minni á hlutina þeim mun meiri löstur.

Ástæða þess að ég skrifa þessa þanka mína hér er að um helgina rakst ég á tveggja ára gamalt BLOGG Jóhannesar Ragnarssonar fyrrum verkalýðshetju í Ólafsvík þar sem hann aðlar mig með útnefningunni "skítseiði".

Nú vill þannig til að ég man ýmislegt um tilvistarkreppur Jóhannesar í gegn um lífið en að fenginni reynslu er best að tíunda ekkert um það en þakka Jóhannesi aðalstignina. Það sem var til þess að hann aðlaði mig í þessum tilskrifum sínum var þjóðþrifaverk þó ekki geti hann farið rétt með staðreyndir málsins.


Umboð - fyrir hvern?

Það situr fast í mér síðan ríkinu tókst að koma Íslandsbanka af höndum sér að í umfjöllun um þá ráðstöfun kom fram í máli formanns skilanefndar Glitnis hf. að nefndin færi með umboð kröfuhafa sem þeir (þau) vissu ekki hverjir væru.

Lái mér hver sem vill - en eiginkona getur ekki framkvæmt neitt án undirskriftar eiginmanns eða skriflegs umboðs frá honum og þá þarf það helst að vera vottað af tveimur vottum um rétta undirskrift.

Svo náttúrulega hin spurningin; Hvers vegna lá svona á að framkvæma gjörninginn? - Áður en kröfufrestur er útrunninn.

Þið verðið að fyrirgefa en ég er fullur tortryggni því þetta er sama samsteypan og skuldfærði hlutabréfakaup einstaklinga nóttina áður en ríkið HÆTTI VIÐ að yfirtaka 75% hlutinn.

Hverjir ákváðu að selja hlutabréf sín þessa nótt?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband