Ég á líf í 17. sæti.

"Ég á líf" lenti í 17. sæti í Eurovision. Ég fór að velta því fyrir mér hvort að fullyrðingin sem slík, "ég á líf", væri ekki á svipuðum slóðum í röðinni í íslensku samfélagi og lagið náði í keppninni? Í samfélagi evrópuþjóða?

 

Inn í þessar hugsanir blönduðust fréttir af manni sem var barinn til óbóta í Seljahverfinu. Á hann líf? Í hvaða sæti lendir það?

 

Því til viðbótar bættust aðrar hugsanir sérstaklega eftir að afbrotafræðingur og, að ég held, lögreglan líka létu birta fyrir sig frétt þess efnis að aðrir þjóðfélagsþegnar væru hólpnir. Þeir þyrftu ekki að óttast að verða barðir - þetta væru innangengisátök. Í hvaða sæti skyldu lífin vera þar innanbúðar? Sautjánda?

 

Þegar hugsun mín gekk lengra mundi ég eftir sakborningum í Geirfinnsmálinu. Gátu þeir sungið "ég á líf"?  Í hvaða sæti var þeim raðað?

 

Auðvitað gerði þessi hugsanagangur mig daprari og daprari eftir því sem lengra gekk og ég komst að því að þannig er þetta víst. Það er meiri freisting fyrir alla, meira að segja vini og vandmenn, að raða lífi annarra neðar en eigin lífi.

 

Það er sagt að íslendingar búi í réttarríki. "Saklaus þar til sekt er sönnuð."

 

Ég held að íslendingar búi við samtryggingarréttarríki. Þá á ég við að maður er "saklaus þar til sekt er sönnuð" nema að dómstóli götunnar, með hjálp fréttamiðla, takist að setja líf manns í 17. sæti.

 

Samtryggingarréttarríkið á hins vegar við um þá ósnertanlegu; Í dæmum hér á undan lögreglu, saksóknara, dómstóla og einhver óskilgreind gengi skv. upplýsingum úr fréttum dagsins.

 

Hið óyfirstíganlega er aftur á móti að þetta viðgengst ekki nema "stjórnvöld" spili með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband