Færsluflokkur: Bloggar

Ónot + ónot - örlítil vellíðan = ónot.

Við lestur blaðanna í morgun var tvennt sem vakti með mér meiri ónotakennd en annað sem ég las og eitt atriði sem veitti mér örlitla vellíðan.

Fyrra ónotaatriðið var forsíðuviðtal Fréttablaðsins við Áslaugu Friðriksdóttur. Einkum og sér í lagi var það fyrirsögnin sem vakti með mér ónot. "Einkavæðing er útgönguleiðin." Þarna er Áslaug greinilega að tala fyrir hönd flokkssystra sinna sem eiga og reka einkafyrirtækið Sinnum.

Síðara ónotaatriðið er stutt viðtal við ríkissáttasemjara, Bryndísi Hlöðversdóttur, um breytingar á "vinnumarkaðsmódelinu" á Íslandi. Ónotin sem þetta viðtal veldur mér er grunur minn um að tilraunin sem er runnin undan rifjum ríkisvaldsins, hvert sem það er nú, eigi að skila því einu að auka völd embættismanna innan samtaka launafólks og um leið að taka ákvörðunarvaldið um eigin málefni frá launafólki.

 

Vellíðanin örlitla stafaði af viðtali við Sigríði Andersen, alþingismann.


Ég á líf í 17. sæti.

"Ég á líf" lenti í 17. sæti í Eurovision. Ég fór að velta því fyrir mér hvort að fullyrðingin sem slík, "ég á líf", væri ekki á svipuðum slóðum í röðinni í íslensku samfélagi og lagið náði í keppninni? Í samfélagi evrópuþjóða?

 

Inn í þessar hugsanir blönduðust fréttir af manni sem var barinn til óbóta í Seljahverfinu. Á hann líf? Í hvaða sæti lendir það?

 

Því til viðbótar bættust aðrar hugsanir sérstaklega eftir að afbrotafræðingur og, að ég held, lögreglan líka létu birta fyrir sig frétt þess efnis að aðrir þjóðfélagsþegnar væru hólpnir. Þeir þyrftu ekki að óttast að verða barðir - þetta væru innangengisátök. Í hvaða sæti skyldu lífin vera þar innanbúðar? Sautjánda?

 

Þegar hugsun mín gekk lengra mundi ég eftir sakborningum í Geirfinnsmálinu. Gátu þeir sungið "ég á líf"?  Í hvaða sæti var þeim raðað?

 

Auðvitað gerði þessi hugsanagangur mig daprari og daprari eftir því sem lengra gekk og ég komst að því að þannig er þetta víst. Það er meiri freisting fyrir alla, meira að segja vini og vandmenn, að raða lífi annarra neðar en eigin lífi.

 

Það er sagt að íslendingar búi í réttarríki. "Saklaus þar til sekt er sönnuð."

 

Ég held að íslendingar búi við samtryggingarréttarríki. Þá á ég við að maður er "saklaus þar til sekt er sönnuð" nema að dómstóli götunnar, með hjálp fréttamiðla, takist að setja líf manns í 17. sæti.

 

Samtryggingarréttarríkið á hins vegar við um þá ósnertanlegu; Í dæmum hér á undan lögreglu, saksóknara, dómstóla og einhver óskilgreind gengi skv. upplýsingum úr fréttum dagsins.

 

Hið óyfirstíganlega er aftur á móti að þetta viðgengst ekki nema "stjórnvöld" spili með.


Vantrausttillaga í kaffiboði

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fer mikin þessa sólarhringana og býður upp á slagsmál á Alþingi um það hver ræður - hver er "sterkari". Auðvitað er þetta boð lítilmannlegt eins og svo margt  sem kemur frá "velferðarríkisstjórninni".

Það vita allir og ekki síst Jóhanna að þessi aðferð, þetta boð, um að stjórnarandstaðan "flytji þá bara" vantrausttillögu er ekki boðlegur málfluttningur í ljósi fjölda þingmanna á bak við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta ætti Jóhanna að vita stjórnmálamanna best á Íslandi. 

Vantrausttillaga er ekkert annað en krafa um að kosið verði milli manna, hópa, flokka eða hvað skal kalla það. Eini munurinn á þeim kosningm og almennum kosningum er að lokuðum hópi er boðið að kjósa um vantrausttillögu (alþingismönnum) en öllum atkvæðisbærum mönnum í almennum kosningum.

Þetta veit Jóhanna, sem reyndar tapaði eins konar vantrausttillögu á Jón Baldvin á sínum tíma og fór þá í almenna kosningum í nafni Þjóðvaka nýja flokksins síns.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur alla tíð gefið sig út fyrir að vera "maður" fólksins. Svo langt hefur henni tekist að leið íslenska þjóð í þeirri hugmyndafræði að um tíma var hún aldrei kölluð annað en heilög Jóhanna.

Mikið eru dagarnir sem nú líða annarrs líkir þeim dögum þegar Jóhanna fékk þetta nafn á sig. Ekkert að gerast sem máli skiptir, fát og fum algjört á ríkisstjórnarheimilinu og heilög Jóhanna hefur þann boðskap helstann að bera þjóðinni að ef stjórnarandstaðan sé ekki samstíga ríkisstjórninni skuli hún (stjórnarandstaðan) bara flytja vantraust á ríkisstjórnina. Jóhanna veit að slík tillaga nær ekki fram að ganga.

Blekkingin er hins vegar sú að boð Jóhönnu er bara til þess gert að komast framhjá þeirri staðreynd að 70% þjóðarinnar styður ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og þessi hluti þjóðarinnar vill kosningar til alþingis ekki seinna en strax.

Jóhanna Sigurðardóttir myndi hinsvegar teljast heilög ef hún núna eftir vantrausttillöguboðið lýsti því yfir að kæmi fram slík tillaga þá mundi hún beita sér fyrir því að sú tillaga færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Áfram Jóhanna, sýndu nú hversu mikill maður fólksins þú ert!


Samningar um hvað?

Að venju er Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, drjúgur með sig. "Samningar um Icesave fyrir áramót" en þeir sem eiga að borga fá ekkert að vita um hvað samningurinn snýst. Það er svo sem ekkert nýtt í þessu bankaráni mannkynssögunnar. Bankaráni sem að "stjórnmálastéttin" tók fullann þátt í.

Það eru að koma betur og betur í ljós tengsl "stjórnmálastéttarinnar" við "hrunaðilana" sem völduðu gerendurna og sáu til þess að hluthafarnir vissu sem minnst um það sem var að gerast. Alþingi setti lög sem vernduðu ræningjana gegn því að þeir þyrftu að gefa hluthöfum upplýsingar sem skiptu einhverju máli. Þetta sama Alþingi situr enn að meirhluta til, óbreytt.  

Þessi yfirlýsing Össurar vekur hins vegar upp spurningar um áherslur EB-sinnana í ríkisstjórn þeirra kommana. Getur það verið að leiðtoginn fyrrverandi (formaður Samfylkingarinnar) sé að efna loforð  og greiða gjaldið áður en ríkisstjórnin fellur - gjaldið fyrir að hafa mátt vera í kokkteilklúbbnum hinum Evrópska?


mbl.is Lausn Icesave fyrir lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsanir

 Ætlaðar falsanir

Enn einu sinni falsar Hagstofan staðreyndir svo betur líti út fyrir stjórnvöld enda er Hagstofan á framfærslu þeirra sömu stjórnvalda.

Nýju íslensku bankarnir eiga líka allt undir því að sýna fram á að almenn skuldaniðurfærsla sé óþörf og falsa því allar tölur sem þeim eru tiltækar.

Eftir stendur spurningin um hvort "löggiltir" endurskoðendur þeirra muni falsa afkomutölur þeirra í sama skyni.

Allar eru framataldar falsanir gerðar í því skyni að að telja þjóðinni trú um að hún geti NÚNA borgað sukkið fyrir "útrásina" sem raunar var innrás eigenda bankanna í buddur landsmanna hvar þeir rændu öllu sem fyrir þeim varð.

Viðurkennd fölsun

Ein er sú fölsun sem almenningur hefur lengi vitað af en ekki fengið viðurkenda. Það er fölsun á afsláttarverði verslana. Nú hefur verið viðurkennt að samráð birgja og verslunar hafi verið um að skrá verð hærra svo verslunin geti platað þjóðina með svokölluðum "afsláttum". Hagar, móðurfyrirtæki Bónus, Hagkaupa o.fl. verslana, hefur samþykkt að greiða hundruði milljóna í sekt fyrir samráð um fölsun á verði matvöru. 

Þessi fölsun nær miklu lengra og er þekkt í öllum geirum verslunar, svo ekki sé talað um lagabrot verslunarinnar í landinu þegar hún hækkar upp aftur "útsöluverð" vörunar en slíkt er bannað. 

Ástæða til að muna

Fyrir launafólk er ástæða til að muna þetta á komandi mánuðum. Ekki bara vegna þess að verslunin í landinu er með sitt á hreinu heldur ekki síður vegna þess að verslunin er aðila að Samtökum Atvinnulífsins sem er viðsemjandi samtaka launafólks. Að rétt fólki með vinstri hendi og taka aftur með þeirri hægri er ekki bara háttur stjórnmálastéttarinnar.

 


mbl.is Minnsta verðbólga í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leysir ekki úr deilumálum stéttarfélaga.

Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu Gutta í hvernig eigi að leysa deilumál milli stéttarfélaga en undirskriftasöfnuni er væntanlega tilkomin vegna þess að sveitarfélögin eru að taka yfir málefni fatlaðra. SFR - stéttarfélag heitir með réttu "Starfsmannafélag ríkisstofnana" en hefur á undaförunum árum verið að markaðssetja sig sem "stéttarfélag í almannaþágu" og með því í raun að gefa í skyn að það sé stéttarfélag á almennum markaði.

Í ljósi þess að undirritaður sat á árunum 1990 - 1994 í bæjarstjórn á Akranesi með Gutta kæmi það verulega á óvart ef hann geðir nokkuð með þessar undirskriftir eða hlustaði nokkuð á rök aðila sem eru margir hvað þetta mál varðar. SFR - stéttarfélag og svo öll starfsmannafélög sveitarfélaganna.

Ekki svo að skilja - ég óska Gutta velfarnaðar í úrlausn þessa máls en þessi ummæli læt ég falla vegna þess að Gutti lýst því oft fjálglega meðan við vorum saman í bæjarstjórn á Akranesi að hann ætlaði ekki að leysa úr deilumálum þáverandi formanns Verkalýðsfélags Akraness (mín) og þáverandi formanns Starfsmannafélags Akraness (Helga Andréssonar, heitins).

Svona sem eftiráskýringu læt ég þess getið að hann tók þó alltaf afstöðu með Starfsmannafélagi Akraness. Ennþá forvitnilegra að fylgjast með vegna þess að nú er Gutti ekki lengur bæjarstarfsmaður eins og þá heldur ríkisstarfsmaður.

Bíðum og sjáum.


mbl.is Félagsmenn njóti sömu réttinda og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandalag við Íhaldið?

Af fenginni reynslu af forsætisráðherra gæti ég best trúað því að nú væri á teikniborðinu bandalag um nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Jóhann hefur tekið ákvörðun um að hætta "kattasmöluninni".
mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúi sumra?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er við þessa athöfn fulltrúi sumra innan sambandsins nema að fulltrúar verkafólks, sjómanna, afgreiðslufólks, skrifstofufólks og annarra sem telja yfir 80% af ASÍ hafi kosið að láta ekki mynda sig með bygginga- og rafiðnaðarmönnum.

 Það hefur verið ljóst lengi að það eina sem bygginga- og rafiðnaðarmenn vilja er meira viðhald, meira viðhald og meira viðhald ásamt fleiri byggingum, fleiri byggingum og fleiri byggingar þó að ónotaðar byggingar standi í þúsundum um allt land. Þvílíkar lausnir.

Svo á almennur skattborgari að standa straum að kostnaðinum. Afsláttur frá ríkissjóði á einum stað (virðisaukaskatti í þessu tilfelli) kallar á aukna innheimtu á öðrum stað. 


mbl.is Hvatt til framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir verða nauðsynlega að borga?

Það sannast í umhverfi "hrunsins" að börnin leika það eftir sem fyrir þeim er haft. Í þessu sambandi er rétt að líta á "börn sem byrjendur". Byrjendur á frjálsum fjármagnsmarkaði voru í þessu samhengi stærsti hluti íslensku þjóðarinnar. Fyrirhafendur voru einstaklingar sem "áttu" svo mikla peninga að þeim var skítsama um þá - eða réttara sagt gátu ráðstafað peningum annarra án þess að þurfa að axla neina ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna.

Allt helst þetta í hendur. Ríkisstjórnir, alþingismenn og ráðherra þróunartímbils "hrunsins" gerðu þessum aðilum kleyft að svíkja og pretta náungann með t.a.m. að ganga þannig frá lögum að þeir sem þessa iðju stunduðu gætu, í skjóli einkahlutafélaga með 500.000 króna hlutafjárframlagi, fyrt sjálfan sig hugsanlegu tapi af "rekstrinum".

Meira að segja þótti nægjanlegt að stofnendur einkahlutafélaga gætu "sýnt fram á" 500.000 króna hlutafé í formi eigna staðfestum af þar til bærum aðila. Þar til bær aðili var t.a.m. löggiltur endurskoðandi. Væri ekki rannsóknarvert að hve miklu leyti löggiltir endurskoðendur einkahlutafélaga í eigu starfsmanna fjármálafyrirtækja voru þeir hinir sömu og fyrirtækjanna sem starfsmennirnir unnu hjá?

Í þessu sambandi er ekki nóg að skoða nöfn endurskoðendanna heldur þarf að skoða hjá hvaða endurskoðendasamsteypum þeir unnu. Ef til vill var hlutafé í öllum þessum einkahlutafélögum aldrei til, aðeins pappírar sem voru, þegar á reyndi, einskis virði.

Sauðsvartur almúginn er aftur á móti að keppast við að greiða skuldir sínar eins lengi og einhver króna er til og gerir það skv. ráðleggingum þeirra sömu aðila og komu þeim í þessi vandræði og eru enn starfsmenn fjármálafyrirtækjanna. Til að sýna svo almúganum fram á alvöru þess að hætta að greiða eru innheimtufyrirtæki, í eigu fjármálafyrirtækjanna, farin að senda innheimtubréf jafnvel fyrir eindaga afborgunar.

Einu sinni var sú tíð uppi að til voru tvö hugtök um seinkun greiðslu, þ.e. greiðslufall og vanskil. Vanskil töldust þá ekki vera á skuld fyrr en ákv. margir gjalddagar voru ógreiddir. Einhvern tíman voru það þrír gjalddagar.

Það skyldi þó aldrei vera að breytingar í þessa veru hafi orðið vegna nauðsynjar fjármálafyrirtækjanna á að halda kerfinu gangandi og hlaða inn í "traustu útlánasöfnin".

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband