Fulltrúi sumra?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er við þessa athöfn fulltrúi sumra innan sambandsins nema að fulltrúar verkafólks, sjómanna, afgreiðslufólks, skrifstofufólks og annarra sem telja yfir 80% af ASÍ hafi kosið að láta ekki mynda sig með bygginga- og rafiðnaðarmönnum.

 Það hefur verið ljóst lengi að það eina sem bygginga- og rafiðnaðarmenn vilja er meira viðhald, meira viðhald og meira viðhald ásamt fleiri byggingum, fleiri byggingum og fleiri byggingar þó að ónotaðar byggingar standi í þúsundum um allt land. Þvílíkar lausnir.

Svo á almennur skattborgari að standa straum að kostnaðinum. Afsláttur frá ríkissjóði á einum stað (virðisaukaskatti í þessu tilfelli) kallar á aukna innheimtu á öðrum stað. 


mbl.is Hvatt til framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband