Leysir ekki úr deilumálum stéttarfélaga.

Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu Gutta í hvernig eigi að leysa deilumál milli stéttarfélaga en undirskriftasöfnuni er væntanlega tilkomin vegna þess að sveitarfélögin eru að taka yfir málefni fatlaðra. SFR - stéttarfélag heitir með réttu "Starfsmannafélag ríkisstofnana" en hefur á undaförunum árum verið að markaðssetja sig sem "stéttarfélag í almannaþágu" og með því í raun að gefa í skyn að það sé stéttarfélag á almennum markaði.

Í ljósi þess að undirritaður sat á árunum 1990 - 1994 í bæjarstjórn á Akranesi með Gutta kæmi það verulega á óvart ef hann geðir nokkuð með þessar undirskriftir eða hlustaði nokkuð á rök aðila sem eru margir hvað þetta mál varðar. SFR - stéttarfélag og svo öll starfsmannafélög sveitarfélaganna.

Ekki svo að skilja - ég óska Gutta velfarnaðar í úrlausn þessa máls en þessi ummæli læt ég falla vegna þess að Gutti lýst því oft fjálglega meðan við vorum saman í bæjarstjórn á Akranesi að hann ætlaði ekki að leysa úr deilumálum þáverandi formanns Verkalýðsfélags Akraness (mín) og þáverandi formanns Starfsmannafélags Akraness (Helga Andréssonar, heitins).

Svona sem eftiráskýringu læt ég þess getið að hann tók þó alltaf afstöðu með Starfsmannafélagi Akraness. Ennþá forvitnilegra að fylgjast með vegna þess að nú er Gutti ekki lengur bæjarstarfsmaður eins og þá heldur ríkisstarfsmaður.

Bíðum og sjáum.


mbl.is Félagsmenn njóti sömu réttinda og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

SFR breytti um nafn fyrir nokkrum árum. Það heitir ekki lengur "Starfsmannafélag ríkisstofnana" heldur "SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu" og nafnbreytingin var ekki gerð til að markaðssetja félagið betur heldur til að endurspegla breytt hlutverk félagsins, eftir að það fór að semja við fleiri aðila en ríkið, altso líka sjálfseignarstofnanir, opinber hlutafélög og svo Reykjavíkurborg. Ég skil nafnið þannig að félagið sé félag fólks sem starfar í þjónustu almennings, en það er kannski túlkunaratriði.

Vésteinn Valgarðsson, 21.9.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband