Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fer mikin þessa sólarhringana og býður upp á slagsmál á Alþingi um það hver ræður - hver er "sterkari". Auðvitað er þetta boð lítilmannlegt eins og svo margt sem kemur frá "velferðarríkisstjórninni".
Það vita allir og ekki síst Jóhanna að þessi aðferð, þetta boð, um að stjórnarandstaðan "flytji þá bara" vantrausttillögu er ekki boðlegur málfluttningur í ljósi fjölda þingmanna á bak við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta ætti Jóhanna að vita stjórnmálamanna best á Íslandi.
Vantrausttillaga er ekkert annað en krafa um að kosið verði milli manna, hópa, flokka eða hvað skal kalla það. Eini munurinn á þeim kosningm og almennum kosningum er að lokuðum hópi er boðið að kjósa um vantrausttillögu (alþingismönnum) en öllum atkvæðisbærum mönnum í almennum kosningum.
Þetta veit Jóhanna, sem reyndar tapaði eins konar vantrausttillögu á Jón Baldvin á sínum tíma og fór þá í almenna kosningum í nafni Þjóðvaka nýja flokksins síns.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur alla tíð gefið sig út fyrir að vera "maður" fólksins. Svo langt hefur henni tekist að leið íslenska þjóð í þeirri hugmyndafræði að um tíma var hún aldrei kölluð annað en heilög Jóhanna.
Mikið eru dagarnir sem nú líða annarrs líkir þeim dögum þegar Jóhanna fékk þetta nafn á sig. Ekkert að gerast sem máli skiptir, fát og fum algjört á ríkisstjórnarheimilinu og heilög Jóhanna hefur þann boðskap helstann að bera þjóðinni að ef stjórnarandstaðan sé ekki samstíga ríkisstjórninni skuli hún (stjórnarandstaðan) bara flytja vantraust á ríkisstjórnina. Jóhanna veit að slík tillaga nær ekki fram að ganga.
Blekkingin er hins vegar sú að boð Jóhönnu er bara til þess gert að komast framhjá þeirri staðreynd að 70% þjóðarinnar styður ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og þessi hluti þjóðarinnar vill kosningar til alþingis ekki seinna en strax.
Jóhanna Sigurðardóttir myndi hinsvegar teljast heilög ef hún núna eftir vantrausttillöguboðið lýsti því yfir að kæmi fram slík tillaga þá mundi hún beita sér fyrir því að sú tillaga færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áfram Jóhanna, sýndu nú hversu mikill maður fólksins þú ert!
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.