Skítseiði

Þegar ég var lítill - meina minni - yngri var ég óþreytandi við að spyrja allt og alla um allt og ekki neitt. Svörin/upplýsingarnar lagði ég á minnið ef ske kynni að ég gæti notað þau síðar meir. Það kom fyrir að svo reyndist vera - alla vega stöku sinnum - eða þar til ég fór að starfa við pólitík (flokka og verkalýðs).

Næstu 15 árin komst ég að því að í svoleiðis jobbi er það löstur að muna hitt og þetta. Til dæmis er það í dag/nú á tímum ekkert atriði að vita að verkamaður og sjómaður er sitt hvort starfið.

Allra verst er þó ef maður skyldi muna hvað þessi eða hinn sagði á þessum eða hinum tímanum. Hverju var lofað hverjum. Hvort þessi eða hinn sagði yfir höfuð eitthvað. Því betra minni á hlutina þeim mun meiri löstur.

Ástæða þess að ég skrifa þessa þanka mína hér er að um helgina rakst ég á tveggja ára gamalt BLOGG Jóhannesar Ragnarssonar fyrrum verkalýðshetju í Ólafsvík þar sem hann aðlar mig með útnefningunni "skítseiði".

Nú vill þannig til að ég man ýmislegt um tilvistarkreppur Jóhannesar í gegn um lífið en að fenginni reynslu er best að tíunda ekkert um það en þakka Jóhannesi aðalstignina. Það sem var til þess að hann aðlaði mig í þessum tilskrifum sínum var þjóðþrifaverk þó ekki geti hann farið rétt með staðreyndir málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband