Við lestur blaðanna í morgun var tvennt sem vakti með mér meiri ónotakennd en annað sem ég las og eitt atriði sem veitti mér örlitla vellíðan.
Fyrra ónotaatriðið var forsíðuviðtal Fréttablaðsins við Áslaugu Friðriksdóttur. Einkum og sér í lagi var það fyrirsögnin sem vakti með mér ónot. "Einkavæðing er útgönguleiðin." Þarna er Áslaug greinilega að tala fyrir hönd flokkssystra sinna sem eiga og reka einkafyrirtækið Sinnum.
Síðara ónotaatriðið er stutt viðtal við ríkissáttasemjara, Bryndísi Hlöðversdóttur, um breytingar á "vinnumarkaðsmódelinu" á Íslandi. Ónotin sem þetta viðtal veldur mér er grunur minn um að tilraunin sem er runnin undan rifjum ríkisvaldsins, hvert sem það er nú, eigi að skila því einu að auka völd embættismanna innan samtaka launafólks og um leið að taka ákvörðunarvaldið um eigin málefni frá launafólki.
Vellíðanin örlitla stafaði af viðtali við Sigríði Andersen, alþingismann.
Flokkur: Bloggar | 25.9.2015 | 10:35 (breytt 20.10.2015 kl. 21:40) | Facebook
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.