Ætlaðar falsanir
Enn einu sinni falsar Hagstofan staðreyndir svo betur líti út fyrir stjórnvöld enda er Hagstofan á framfærslu þeirra sömu stjórnvalda.
Nýju íslensku bankarnir eiga líka allt undir því að sýna fram á að almenn skuldaniðurfærsla sé óþörf og falsa því allar tölur sem þeim eru tiltækar.
Eftir stendur spurningin um hvort "löggiltir" endurskoðendur þeirra muni falsa afkomutölur þeirra í sama skyni.
Allar eru framataldar falsanir gerðar í því skyni að að telja þjóðinni trú um að hún geti NÚNA borgað sukkið fyrir "útrásina" sem raunar var innrás eigenda bankanna í buddur landsmanna hvar þeir rændu öllu sem fyrir þeim varð.
Viðurkennd fölsun
Ein er sú fölsun sem almenningur hefur lengi vitað af en ekki fengið viðurkenda. Það er fölsun á afsláttarverði verslana. Nú hefur verið viðurkennt að samráð birgja og verslunar hafi verið um að skrá verð hærra svo verslunin geti platað þjóðina með svokölluðum "afsláttum". Hagar, móðurfyrirtæki Bónus, Hagkaupa o.fl. verslana, hefur samþykkt að greiða hundruði milljóna í sekt fyrir samráð um fölsun á verði matvöru.
Þessi fölsun nær miklu lengra og er þekkt í öllum geirum verslunar, svo ekki sé talað um lagabrot verslunarinnar í landinu þegar hún hækkar upp aftur "útsöluverð" vörunar en slíkt er bannað.
Ástæða til að muna
Fyrir launafólk er ástæða til að muna þetta á komandi mánuðum. Ekki bara vegna þess að verslunin í landinu er með sitt á hreinu heldur ekki síður vegna þess að verslunin er aðila að Samtökum Atvinnulífsins sem er viðsemjandi samtaka launafólks. Að rétt fólki með vinstri hendi og taka aftur með þeirri hægri er ekki bara háttur stjórnmálastéttarinnar.
Minnsta verðbólga í þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvort sem það er fölsun eða ekki, þá mun lækkun vísitölu neysluverðs hafa í för með sér að hækkun verðtryggðra lána gangi að einhverju leyti til baka, sem er einmitt það sem margir hafa verið að biðja um. Þessu spáði ég skömmu eftir hrun og nú hefur það loksins ræst, ég bjóst hinsvegar við þessu mikið fyrr og að því leyti var ég ekki sannspár.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2010 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.